Um

Ég fluttist til New York rétt eftir bankahrunið árið 2009 í von um að nærast, lifa og hrærast um í hinu margrómaða listalífi sem New York borg er þekkt fyrir.
Ég byrjaði sem leiklistarlærlingur hjá leikfélaginu New York City Players í Brooklyn, undir stjórn leikritaskáldsins Richards Maxwell.
Stuttu seinna hóf ég nám í nútímadansi í Martha Graham School of Contemporary dance. Að því loknu fór ég inn á kennarabraut skólans og öðlaðist kennararéttindi í Graham tækninni.

Meðfram námi dansaði ég með Graham II nemendadansflokk the Martha Graham Dance Company og tók þátt í sýningum víða um borgina. Síðar tók ég kennararéttindi í Pilates-kennslu (mat og equipment) frá the Kane School í New York ásamt því að taka áfanga í functional anatomy frá Mt. Sinai School of Medicine (nú Icahn School of Medicine).

Þrátt fyrir mikinn áhuga og ástríðu fyrir sviðslistinni ákvað ég að venda mínu kvæði í kross, hóf nám við verkfræðideild Háskóla Íslands og lauk iðnaðarverkfræði BSc. Meðfram námi við verkfræðideild var ég stundakennari við leiklistardeild, samtímadansdeild og tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Þar hannaði ég og kenndi áfanga í starfrænni líffærafræði fyrir dansara ásamt því að kenna áfanga í líkamsbeitingu, líkamsmeðvitund og meiðslafyrirbyggingu í ofangreindum deildum.

Eftir útskrift úr verkfæðideild HÍ ákvað ég að fara aftur til New York, en í þetta sinn hélt ég í meistaranám við Cornell University.
Ég lauk tveimur MSc gráðum frá Cornell Tech campus í New York borg með áherslu á gagnavísindi gervigreind og samskipti manns og tölvu. Á meðan námi stóð var ég aðstoðarkennari í áföngum á borð við gagnavísindi og stafræna vöruþróun og stundaði rannsóknir við human-computer interaction á sviði flóttamanna og underserved communities.

Meðan á meistaranáminu stóð hóf ég einnig andlega vegferð mína á vegum ISCON, International Society for Krishna Conciousness í New York og lagði þar meðal annars stund á dulspekileg fræði frá Indlandsskaga, sanskrít, möntrur, kirtan og bhajan söng, yogaheimspeki og ayurveda.

Sem yogakennari dreg ég  innblástur frá Ashtanga og Bhakti Yoga ásamt því að leggja áherslu á heilbrigða líkambeitingu og almenna vellíðan byggða á líkamsþekkingu, hugleiðslu, öndun og söng.

Hafðu samband: gudrunkris@gmail.com