Um

Ég fluttist til New York árið 2009 og byrjaði sem leiklistarlærlingur hjá leikfélaginu New York City Players í Brooklyn.
Stuttu seinna hóf ég nám í nútímadansi í Martha Graham School of Contemporary dance. Að því loknu fór ég inn á kennarabraut skólans og öðlaðist kennararéttindi í Graham tækninni.

Meðfram námi dansaði ég með Graham II nemendadansflokk the Martha Graham Dance Company og tók þátt í sýningum víða um borgina. Síðar tók ég kennararéttindi í Pilates-kennslu (mat og equipment) frá the Kane School í New York ásamt því að taka áfanga í functional anatomy frá Mt. Sinai School of Medicine (nú Icahn School of Medicine).

Þrátt fyrir mikinn áhuga og ástríðu fyrir sviðslistinni, hóf nám við verkfræðideild Háskóla Íslands og lauk iðnaðarverkfræði BSc. Meðfram námi við verkfræðideild var ég stundakennari við leiklistardeild, samtímadansdeild og tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Þar hannaði ég og kenndi áfanga í starfrænni líffærafræði fyrir dansara ásamt því að kenna áfanga í líkamsbeitingu, líkamsmeðvitund og meiðslafyrirbyggingu í ofangreindum deildum.

Eftir útskrift úr verkfæðideild HÍ ákvað ég að fara aftur til New York, en í þetta sinn hélt ég í meistaranám við Cornell University.
Ég lauk tveimur MSc gráðum frá Cornell Tech campus í New York borg með áherslu á gagnavísindi gervigreind og samskipti manns og tölvu. Á meðan námi stóð var ég aðstoðarkennari í áföngum á borð við gagnavísindi og stafræna vöruþróun og stundaði rannsóknir við human-computer interaction á sviði flóttamanna og underserved communities.

Meðan á meistaranáminu stóð hóf ég einnig andlega vegferð mína á vegum ISCON, International Society for Krishna Conciousness í New York og lagði þar meðal annars stund á dulspekileg fræði frá Indlandsskaga, sanskrít, möntrur, kirtan og bhajan söng, yogaheimspeki og ayurveda.

Sem yogakennari dreg ég  innblástur frá Bhakti Yoga ásamt því að leggja áherslu á heilbrigða líkambeitingu og almenna vellíðan byggða á líkamsþekkingu, hugleiðslu, öndun og söng.

Hafðu samband: gudrunkris@gmail.com