Yfirgripsmikið Pilateskennaranám á vegum the Kane School í New York og
Bodhisattva Studio Iceland.
Námið veitir viðurkennd alþjóðleg Pilateskennararéttindi.
The Kane School er þekktur fyrir að þjálfa hæfileikarík kennaraefni með vandaðri námsskrá. Boðið er upp á ítarlega kennslu í líkamsbyggingu, góðri líkamsbeitingu og farið í hugvitsamlegar lausnir á ýmsum stoðkerfisvandamálum.
🌻
Spurningar: pilateskennaranam@gmail.com
Skráningarform má nálgast ➤ hér.
Um námið 🌻
Guðrún Svava Kristinsdóttir er pilateskennari frá Kane School og sér um námið sem haldið verður í ágúst og september, í húsnæði Klassíska Listdansskólans að Grensásvegi 14 og the Dance Space, Höfðabakka 3.
Námið er sett upp í tveimur lotum yfir fjórar helgar, en einnig þurfa nemendur að uppfylla 30 klukkutíma af heimavinnu, mætingu í opna pilates tíma og æfingakennslu undir handleiðslu. Nánari upplýsingar er að finna hér að neðan.

Alla jafna er kennt á bilinu 9-17 eða 10-4.
Lota 1: Mannslíkaminn (kennt að Grensásvegi 14)
Helgi 1: 20. – 21. ágúst,
Efni: Grunnhugtök og axial skeleton
Helgi 2: 27. – 28. ágúst
Efni: Appendicular skeleton og postural assessment (líkamsstöðugreining).
Bækur: Trail Guide to the Body, Kane School Core Muscle Anatomy Manual
🌻 Helgarfrí 3.-4. sept 🌻
Lota 2: Pilates og pilateskennsla (Kennt á Höfðabakka 3)
Helgi 3: 10. og 11. sept
Efni: Core Principles: Lífeðlisfræði öndunar; “neutral pelvis” og “posterior pelvic tilt”; stöðugleiki miðju/kjarna og axlargrindar; staða höfuðs og axla í pilatesæfingum (cervical nod and curl) og grunnatriði miðjustyrks (core principles).
Helgi 4: 17. og 18. sept
Efni: Hefðbundnar pilatesæfingar (classical Pilates repertoire). Áhersla verður lögð á beitingu grunnatriða miðjustyrks (core principles) og líkamsstöðumats (postural assessment).

Til þess að öðlast réttindi sem Pilateskennari frá the Kane School þurfa nemendur að uppfylla eftirfarandi:
– Mæta í alla fyrirlestra og taka þátt í pilatestímum og prófum yfir tímabilið
– Aðstoða 3 kennslustundir (t.d kenna æfingar innan tíma, gefa ráð/athugasemdir eða fylgjast með), í samstarfi við kennara
– Kenna 10 Pilatestíma
– Heimaæfingar Pilates: Sjálfsvinna, 10 tímar.
Heildarverð náms með pilatestímum, bókum, öðrum námsgögnum 290.000kr
Athugið að greiða þarf 30.000kr staðfestingargjald fyrir 2. ágúst
🌻
🌻
🌻
Skráning: pilateskennaranam@gmail.com