Pilateskennaranám 2020

Í fyrsta skipti á Íslandi er boðið uppá yfirgripsmikið Pilateskennaranám á vegum the Kane School í New York borg og Bodhisattva Studio Iceland.
The Kane School er þekktur fyrir að þjálfa hæfileikarík kennaraefni með vandaðri námsskrá. Boðið er upp á ítarlega kennslu í líkamsbyggingu, góðri líkamsbeitingu og farið í hugvitsamlegar lausnir á ýmsum stoðkerfisvandamálum.

🌹

Hefurðu áhuga en ert með spurningar?
Vertu velkomin/nn á opinn upplýsingafund á ZOOM, sendu póst á gudrunkris@gmail.com til að fá fundarboð

Um námið

Guðrún Svava Kristinsdóttir er pilateskennari frá Kane School og kennir og sér um námið sem haldið verður á Dansverkstæðinu í október og nóvember.
Námið er sett upp í tveimur lotum yfir fjórar helgar, en einnig þurfa nemendur að uppfylla 30 klukkutíma af heimavinnu, mætingu í opna pilates tíma og æfingakennslu undir handleiðslu. Nánari upplýsingar er að finna hér að neðan.

(Ath vegna COVID höfum við fært námskeiðið aftur um 2 vikur, hefjum það á helginni 7. og 8. nóv. í stað fyrir 24. og 25. okt eins og auglýst var í upphafi)

Lota 1: Líffærafræði
(Hægt að sitja sem sjálfstætt námskeið)
Helgi 1: 7.-8. nóv, lau 13-16 , sun 10-16
Efni: Grunnhugtök og axial skeleton
Helgi 2: 14.- 15. nóvember, lau 13-16, sun 10-16
Efni: Appendicular skeleton og postural assessment (líkamsstöðugreining).
Bækur: Trail Guide to the Body, Kane School Core Muscle Anatomy Manual
Verð: 75.000kr með bókum og öðrum námsgögnum.

🌹 Helgarfrí 7.-8. nóvember🌹

Lota 2: Pilates
Helgi 3: 28.-29. nóvember, lau 13-16, sun 10-16
Efni: Core Principles: Lífeðlisfræði öndunar; að vinna í “neutral pelvis” og “posterior pelvic tilt”; stöðugleiki miðju/kjarna og axlargrindar; staða höfuðs og axla í pilatesæfingum (cervical nod and curl) og grunnatriði miðjustyrks (core principles).
Helgi 4: 5. – 6. desember, lau 13-16, sun 10-16
Efni: Hefðbundnar pilatesæfingar (classical Pilates repertoire). Áhersla verður lögð á beitingu grunnatriða miðjustyrks (core principles) og líkamsstöðumats (postural assessment). Prófað er úr efninu í lok síðasta kennsludags.
Verð: 155.000kr með bókum.

Til þess að öðlast réttindi sem Pilateskennari frá the Kane School þurfa nemendur að uppfylla eftirfarandi:

– Unlimited mánuður í Kinected virtual: $59 dollarar, aðgangur að öllum tímum í boði á vegum Kinected, heimastúdíó Kane School í New York.
– Mæta og taka 10 tíma í Pilates á Dansverkstæðinu á vegum Guðrúnar Svövu = 13.000 kr fyrir nemendur kennaranáms.
– Aðstoða 5 kennslustundir (t.d kenna æfingar innan tíma, gefa ráð/athugasemdir eða fylgjast með), í samstarfi við kennara Kinected Center NYC og Guðrúnu Svövu.
– Kenna 10 Pilatestíma: 6 af þeim verða undir umsjón Guðrúnar Svövu á Dansverkstæðinu.
– Heimaæfingar Pilates: Sjálfsvinna, 10 tímar.

Heildarverð náms með bókum, öðrum námsgögnum og opnum tímum hjá Guðrúnu Svövu: 243.000kr
Nemendur kaupa sjálfir opna Pilates tíma á netinu vegum Kinected, 1 mánuð á $59 dollara (uþb. 8250kr) á meðan námi stendur. Þar geta þeir tekið pilatesæfingar, fylgst með og aðstoðað tíma með kennurum í New York á meðan námi stendur, spurt spurninga o.þ.h. Þetta er forkrafa fyrir réttindi.
Lokaverð fyrir nemanda sem tekur réttindi verður því: um 251.250kr

Skráðu þig fyrir 10. október, greiða þarf 25.000 kr. óafturkræft staðfestingargjald fyrir þann tíma til þess að tryggja pláss.

🌹
🌹
🌹

Skráning: gudrunkris@gmail.com