Myndagallerí og umsagnir

Umsagnir

Þegar ég skráði mig í pilates kennaranámið hjá Guðrúnu, þá vissi ég í raun ekkert hvað ég var
að fara út í, enda tvístíga með þetta hvort ég ætti að skrá mig. En það sem ég er glöð í dag
að hafa dembt mér út í þetta. Þetta var svo skemmtilegt og fróðlegt að ég hefði viljað vera
nokkrar helgar í viðbót. Ekki skemmir hvað hópurinn var frábær og Guðrún svo yndisleg og
full af fróðleik. Ég lærði ekki bara um pilates heldur líka heilan helling um líkamann enda
anatomia stór hluti af námskeiðinu sem er svo skemmtilegt. Eftir að ég hætti get ég ekki
hægt að hugsa um pilates, finna skemmtilegar æfingar og gera sjálf og í kjölfarið byrjuð að
kenna sem er svo frábært. Að mínu mati er þetta námskeið alveg upp á 11 og ég mæli 100%
með því ef þú ert að hugleiða að skrá þig.
Helena Rut

Námið var áhugavert, skemmtilegt og lærdómsríkt. Hún Guðrún Svava er frábær, áhugasöm, hefur góða nærveru og er fagmaður fram í fingurgóma sem hefur leiðbeint og kennt manni svo margt í pilateskennaranáminu.
Takk fyrir mig ❤️
Berglind M. Valdimarsdóttir