Hvað er Pilates?

Pilates er æfingakerfi fyrir alhliða líkamsþjálfun sem þróað var af frumkvöðlinum Joseph Pilates snemma á 20. öldinni. Æfingakerfið er meða annars talið verið innblásið af yoga og fimleikum og samanstendur af ákveðinni rútínu af æfingum.

23. apríl fer af stað alþjólega viðurkennt Pilateskennaranám á Dansverkstæðinu sem veitir þáttakendum þekkingu og réttindi til að kenna Pilates æfingakerfið.

Pilates leggur áherslu á tengingu hugar og líkama með það að markmiði að veita hreyfingunni fulla athygli hverju sinni, rétt eins og í hugleiðslu þegar athyglin er á andardrættinum. Pilates leggur mikla áherslu á öndun og góða beitingu öndunarvöðva til þess að draga úr óæskilegri vöðvaspennu. Rétt beiting öndunar hjálpar líkamanum svo að viðhalda góðri líkamsstöðu með því að gera honum kleift að framkvæma hreyfingar með hámarks krafti og nýtni þar sem vöðvar öndunar eru í jafnvægi.

Þjálfari leiðbeinir um stöðu mjaðmagrindar

Í Pilates er áherslan að mestu á gæði hreyfinga í takt við öndun frekar en fjölda endurtekninga. Það sem er einstakt við Pilates er að kerfið bókstaflega hentar öllum, frá atvinnufólki í íþróttum til dansara, eldriborgara og kvenna sem eru að byggja sig upp eftir barnsburð. Einnig er kerfið mjög hentugt fyrir fólk sem þjáist af langvarandi bakverkjum.

Hverjir eru síðan helstu kostir við að bæta Pilates inn í æfingaflóruna?

  • Betra úthald
  • Aukinn miðjustyrkur
  • Fyrirbygging meiðsla
  • Aukinn liðleiki
  • Jafnari vöðvauppbygging
  • Minnkuð streita og óþarfa vöðvaspenna

Pilates er til í mörgum útfærslum og útgáfum og oft eru æfingarnar notaðar sem hluti af öðrum hreyfi-tímum sem t.d upphitun fyrir ákveðnar hreyfingar þar sem Pilates hjálpar til við að virkja rétta vöðva vel fyrir frekari áreynslu.

Hefðbundnar Pilates gólfæfingar eru iðkaðar á dýnu undir handleiðslu menntaðs kennara sem leiðir iðkandann í gegnum seríu sem hentar þeim einstaklingi. Góður kennari hefur getu til að aðlaga æfingar að þörfum hvers og eins.
Iðulega eru æfingarnar kenndar sem seríur fyrir byrjendur, miðstig og þá sem eru lengra komnir. Hinsvegar er alltaf hægt að finna fyrir mikilli áskorun í hvaða Pilates-æfingu sem er, sé hún rétt og vel framkvæmd.

Kynntu þér Pilateskennaranám fer af stað 23. apríl á Dansverkstæðinu.

Published by gudrun_svava

Moving well + feeling good. Contact me for private sessions or group classes. Pilates - Injury rehabilitation and prevention. Dance- Graham technique.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s